Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Tvíburinn

Tvíburinn

22. maí – 21. júní

Kynferðislegur stíll: Verandi jarðtengt loftmerki, þá örvast Tvíburinn fyrst andlega og svo líkamlega. Þegar þú hefur æst hann upp, ættirðu að draga hann inn í svefnherbergi áður en hann missir fókusinn, sem gerist mjög auðveldlega. Kynlífið er mjög líklega ástríðufullt og Tvíburinn er ekki feiminn að láta heyra í sér.

„Tvíburinn elskar að tala í kynlífi og elskar að tala um kynlíf,“ segir Phyllis. „Hann hefur ekki þolinmæði í neitt kúr svo þú skalt ekki taka því persónulega ef hann sprettur á fætur fljótlega eftir fullnæginguna.“

Passar best við kynferðislega: Vogin, Vatnsberinn, Hrúturinn, Ljónið og Bogmaðurinn.

Það sem kveikir í Tvíburanum: Sjóðheit samtöl og nýjungar. Segðu honum hvað þú ætlar að gera við hann. Eða það sem er enn betra er að gera eitthvað við hann sem hann hefur aldrei upplifað. Prufaðu allskonar. Tvíburinn skiptir ört um skoðun og þó hann vilji kynlíf upp á þaki á þriðjudegi, gæti hann viljað persónulegan kjöltudans á miðvikudegi.

Það sem kemur Tvíburanum úr stuði: Að vera of þurfandi. Ekki vera of þurfandi og uppáþrengjandi við Tvíburann. Þó hann geti alveg stundað einkvæni, þarf hann samt að hafa ákveðið frelsi.