Bogmaðurinn
23. nóvember – 21. desember
Kynferðislegur stíll: Þessi eldheiti, áhugasami, heimshornaflakkari mun láta þér líða eins og þú sért eina manneskjan í heiminum þegar hann er í rúminu með þér. Ef heimurinn hinsvegar kallar, þá muntu þurfa að horfa á eftir honum þegar hann fer.
Þann tíma sem þú færð með Bogmanninum skaltu njóta þess, því það mun vera gaman hjá ykkur. Bogmaðurinn er opinn, ævintýragjarn og elskar að skemmta sér. Það má alveg búast við að hann verði extra lostafullur þegar hann kemur á nýjan og spennandi stað. „Hann mun þóknast þér og hann vill að þú þóknist þeim. Hann mun prófa allt og mun stunda kynlíf hvar sem er,“ segir Phyllis.
Passar best við kynferðislega: Hrúturinn, Ljónið, Tvíburinn, Vogin og Vatnsberinn.
Það sem kveikir í Bogmanninum: Ævintýri. Láttu skyttuna elta þig. Hann vill prófa furðulega kynlífsstellingar og framandi hjálpartæki, helst á fjarlægum slóðum. Hann er alveg til í að komast í „Mile-High“ klúbbinn, eða háloftaklúbbinn.
Það sem kemur Bogmanninum úr stuði: Fyrirsjáanleiki. Ef þú vilt alltaf vera heima og horfa á bíómynd á laugardagskvöldi mun Bogmaðurinn deyja úr leiðindum. Ef þú vilt eiga von á einhverju skemmtilegu, slepptu þá dagbókinni og fjarstýringunni.