Steingeitin
22. desember – 20. janúar
Kynferðislegur stíll: Steingeitin getur virkað eins og vinnualki en ef þú nærð henni inn í svefnherbergi getur hún sýnt þér að henni finnst líka gaman að leika sér líka. „Steingeitin er ein af ástríðufyllstu stjörnumerkjunum og enginn veit það,“ segir Phyllis.
Sem elskhugi er Steingeitin áreiðanleg, metnaðarfull og ábyrg, en á það til að halda kynlöngun sinni niðri. Ef þú kemst inn fyrir skelina hjá Steingeitinni sérðu hvað í henni býr. Þegar hún er komin í stuð verður hún ástúðleg, hreinskiptin og staðráðin í að veita unað. Svo hefur hún mikið þrek.
Passar best við kynferðislega: Nautið, Meyjan, Krabbinn, Sporðdrekinn og Fiskurinn.
Það sem kveikir í Steingeitinni: Steingeitin laðast að snjöllu, afreksfólki sem er tilbúið að taka fyrsta skrefið og hafa þolinmæði til að lokka þá frá vinnu með kynþokkafullum fötum, rómantískri máltíð og kynferðislegum tilburðum. Hún elskar að fara á stefnumót og skipuleggja „kynlífskvöld“ fyrirfram.
Það sem kemur Steingeitinni úr stuði: Hvatvísi og furðulegheit. Steingeitin er ekki hrifin af duttlungafullum uppátækjum sem geta komið áformum hennar í rugl. Hún hefur heldur ekki á kynlífi með manneskju sem henni finnst ekki samboðin henni.