Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Fiskurinn

Fiskurinn

20. febrúar – 20. mars

Kynferðislegur stíll: Fiskurinn er algjört kamelljón í ástarsamböndunum og getur lagað sig að þínum þörfum og þrám. „Hann er líkamlegur töframaður, með miklar tilfinningar,“ segir Phyllis.

Fiskinn vantar kannski bara hagkvæmni. Það, í bland við ástríka náttúru hans, þörf fyrir líkamlega snertingu og náttúrulega samkennd gerir þá góða í að fullnægja öðrum og taka við gælum. Það sem sumum gæti þótt villt finnst Fiskinum bara venjulegt. Hann er með opinn hug og hjarta í svefnherberginu og þið eigið frábærar stundir saman þar.

Passar best við kynferðislega:  Sporðdrekinn, Krabbinn, Nautið, Meyjan og Steingeitin.

Það sem kveikir í Fiskinum: Þegar þú er glöð/glaður, er Fiskurinn glaður, svo hann verður að fá að vita hvernig þér líður. Hann er draumóramaður/kona og hefur gaman að hlutverkaleikjum.

Það sem kemur Fiskinum úr stuði: Ekki þykjast vera svalur/svöl við Fiskinn, það mun draga úr kynþörf hans. Fiskurinn verður að vita hvað þú ert að upplifa með honum í rúminu.