Taugaáfall kemur oftast í kjölfarið á mikilli streitu og getur valdið bæði sálrænum og líkamlegum einkennum. Læknir getur mælt með blöndu af meðferðarúrræðum, sem gæti falið í sér samtalsmeðferð, lyf og lífsstílsbreytingar.
Hvað er taugaáfall?
„Taugaáfall“ eða „andlegt áfall“ er hugtak sem notað er til að lýsa tímabili mikillar andlegrar vanlíðunar eða veikinda sem koma skyndilega. Á svona tímabili gætirðu verið ófær um að sinna þínu dagsdaglega lífi.
Það er margt sem getur valdið taugaáfalli og eru þar á meðal ástæður sem þessar:
- Miklar breytingar á lífinu
- Skortur á svefni
- Fjárhagsvandi
- Ofbeldi
- Mikil streita, eða kulnun
- Skyndilegur harmleikur
- Þetta hugtak var einu sinni notað til að vísa til margs konar geðrænna veikinda eins og:meðal: þunglyndi kvíði bráð streituröskun
Þetta hugtak var einu sinni notað til að vísa til margs konar geðrænna veikinda eins og:
- Þunglyndi
- Kvíða
- Bráðrar streituröskun
„Taugaáfall“ er ekki læknisfræðilegt hugtak eða opinber greining á tilteknu ástandi. Það hefur ekki eina samþykkta skilgreiningu, en er þess í stað notað af mörgum til að lýsa sterkum einkennum streitu og vanhæfni til að takast á við áskoranir lífsins.
Það sem einhverjir kalla taugaáfall, getur líka verið ógreint geðheilbrigðisástand.
Einkenni og vísbendingar um taugaáfall
Einkenni taugaáfalls eru mismunandi eftir einstaklingum. Undirliggjandi orsök getur einnig haft áhrif á tegundir einkenna sem þú finnur fyrir. Þú gætir fundið fyrir einkennum sem eru:
- Líkamleg
- Sálfræðileg
- Hegðunarvandamál
Þar sem hugtakið „taugaáfall“ er ekki notað í læknasamfélaginu hefur þessu andlega ástandi verið lýst með margvíslegum einkennum sem hafa tilhneigingu til að birtast skyndilega.
Einkenni um þunglyndi eða kvíða
Sumt fólk getur fundið fyrir einkennum þunglyndis eða kvíða vegna langvarandi streitu.
Hugsanleg einkenni þunglyndis eru meðal annars:
- Að finna fyrir viðvarandi sorg eða vonleysi
- Sektarkennd og/eða finnast maður einskis virði
- Lítil orka og stöðug þreyta
- Áhugaleysi á því sem áður vakti áhuga og gleði
- Hugsanir um sjálfsvíg eða sjálfsskaða
Á sama tíma geta einkenni kvíða verið:
- Alltaf á nálum eða eirðarlaus
- Pirringur
- Handskjálfti
- Svimi
- Magavandamál
Breytingar á matarlyst
Streita leiðir oft til breytinga á matarlyst. Þó að sumt fólk geti upplifað lystarleysi vegna streitu, geta aðrir tekist á við streituvaldandi aðstæður með því að borða of mikið.
Svefntruflanir
Mikil streita getur valdið erfiðleikum með að sofna eða sofa alla nóttina. Svefntruflanir koma einnig oft fram samhliða ákveðnum geðsjúkdómum, þar á meðal þunglyndi og kvíða.
Að auki geta léleg svefngæði og svefnleysi truflað hæfni þína í dagsdaglegum athöfnum og getur stuðlað að eða aukið einkenni geðsjúkdóma.
Ofsakvíðaköst
Sumir geta fundið fyrir kvíðaköstum þegar þeir finna fyrir mikilli streitu. Þetta getur valdið einkennum eins og:
- Miklum ótta eða hræðslu við dauðann
- Öndunarerfiðleikum
- Skjálfti eða hristingur
- Hraðari hjartsláttur eða hjartsláttarónot
- Svitamyndun
Þreyta
Mikil streita getur valdið þreytu og örmögnun. Ekki nóg með það, heldur geta ákveðin vandamál tengd streitu, eins og lélegur svefn, einnig stuðlað að lítilli orku og þreytu.
Einkenni eftir áfallastreituröskun (PTSD)
Áfallastreituröskun er ástand sem getur komið fram eftir að manneskja hefur orðið fyrir áfalli. Það getur valdið fjölmörgum einkennum, þar á meðal:
- Uppáþrengjandi hugsunum, endurupplifunum eða martröðum um atburðinn
- Að forðast staði eða aðstæður sem kalla fram tengdar minningar
- Að halda áfram að finna fyrir sektarkennd eða skömm vegna atburðarins
- Sjálfseyðandi eða kærulaus hegðun
- Miklar skapsveiflur eða óútskýrð reiðiköst
- Ofskynjanir, sem þýðir að viðkomandi heyrir hávaða eða sér hluti sem tilheyra ekki umhverfinu
- Ofsóknaræði, eins og að trúa því að einhver sé að fylgjast með þér eða elta þig.
Erfiðleikar með einbeitingu
Sumar rannsóknir benda til þess að streita geti valdið breytingum á starfsemi og uppbyggingu heilans, sem gæti haft áhrif á minni og einbeitingu.
Mikil streita getur einnig haft neikvæð áhrif á nám, sem gerir það erfiðara að standa sig í vinnu eða skóla.
Einangrun
Fólk sem fær taugaáfall getur átt það til að draga sig frá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum.
Merki um einangrun geta verið:
- Að forðast félagsskap við aðra og að hitta fólk
- Borða og sofa illa
- Viðhalda slæmu hreinlæti
- Hringja sig veikan í vinnuna dögum saman eða mæta alls ekki í vinnuna
- Einangrar sig heima hjá sér
Orsakir, kveikjur og áhættuþættir
Einstaklingur gæti upplifað sig hafa fengið taugaáfall, þegar streitan í lífinur er of mikil fyrir hann að þola. Sú streita getur stafað af utanaðkomandi áhrifum.
Hugsanlegar orsakir og kveikjur taugaáfalls eru ma:
- Nýleg meiðsli eða veikindi sem gera dagsdaglegt líf erfiðara
- Nýlegt áfall, til að mynda andlát í fjölskyldunni
- Viðvarandi streita í vinnu eða skóla
- Sambandsbreytingar eins og til dæmis skilnaður
- Atvinnumissir
- Aðverða fyrir ofbeldi
- Mismunun
- Alvarleg fjárhagsleg vandamál
- Breytingar, eins og til dæmis flutningar
- Svefnvandi
- Langvarandi sjúkdómur
Ef einhver saga er um geðsjúkdóma getur það aukið líkur á að viðkomandi fái taugaáfall. Einnig getur skortur á félagslegum stuðningi ýtt undir það.
Heimildir: Healthline