Furstakaka, þessi gamla góða frá ömmu. Uppskriftin kemur frá Ragnheiði sem er með Matarlyst.
Afar einföld og góð.
Hráefni
250 g hveiti, + meira til að hnoða saman
125 g sykur
180 g smjörlíki
1 tsk lyftiduft
1 egg
1 tsk vanilludropar
Sulta – magn eftir smekk. Ég nota jarðaberjasultu.
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður og blástur
Setjið öll hráefnin saman í hrærivélaskálina og vinnið saman á lægsta hraða með króknum þar til deigið er komið saman, eða hnoðið saman með höndum.
Klípið af deiginu ca 1/3 til að fletja út og nota ofaná kökuna
Smyrjið 1 form, dassið hveiti inní til að deigið festist ekki við formið.
Setjið deigið í formið þrýstið því niður og vel út í kanta.
Setjið sultu eftir smekk ofaná
Fletjið aukadeigið út, skerið í lengjur.
Leggið renningana yfir þvers og krus, í lokin leggið þið renninga allan hringinn á forminu til að hylja endana.
Bakið í 20-25 mín við 200 gráður og blástur
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.