Dóttir Elvis Presley og Pricilla Presley, Lisa Marie Presley, lést þann 12. janúar, aðeins 54 ára gömul. Hún hafði fengið hjartastopp fyrr um daginn en var endurlífguð á heimili hennar í Calabasas í Kaliforníu. Þegar þeir fundu púls var hún flutt á spítala í West Hills í Los Angeles en þar var hún sett í öndunarvél, meðvitundarlaus og í alvarlegu ástandi.
Lisa fór nokkrum sinnum í hjartastopp og endaði það með því að hún lést. Við krufningu kom í ljós að hún var með stíflu í smáþörmum og var með mikið af lyfjum í líkama sínum, þar á meðal ópíóðum og geðrofslyfjum. Fyrir andlátið hafði hún kvartað yfir magaverkjum vikuna fyrir andlátið en hún hafði farið í einhverskonar magaermisaðgerð og í bland við öll lyfin sem hún tók, sem stífluðu smáþarmana og það hafi það leitt til dauða hennar.