„Hefur mátt þola hægan hungurdauða“

Margrét er íbúi á Álftanesi og gengur reglulega fjöruna og týnir upp plast og annað rusl sem kann að skola þar á land. Henni féllust algjörlega hendur á dögunum þegar hún kom að dauðum fugli sem var með gogginn reyrðan saman með einhverju plastbandi sem kemur klárlega frá mönnum.

Margrét ákvað að smella af þessu myndum og deildi þeim á Facebook síðu sinni og deilum við þessu hér með góðfúslegu leyfi hennar:

„Ég er að springa, ég er svo reið núna! Hvenær ætlum við að læra að ganga almennilega um náttúruna svo svona hætti að gerast. Ræfils súlan hefur mátt þola hægan hungurdauða með gogginn pikkfastan saman með rusli frá manninum. Fann hana á ruslarölti í fjörunni. Það má alveg deila þessu 🤨



SHARE