Er þetta fyrirtíðaspenna eða PMDD?

Margar konur finna fyrir breyttri líðan í viku eða svo áður en þær byrja á blæðingum. Sumar finna fyrir þunglyndi og lítið þarf til, til að græta þær. Pirringur er algengur og margar fá bólur, eru orkulitlar og finnst þær útþemdar. Ef þú ert með eitthvað af þessum einkennum á sama tíma í hverjum mánuði og einkennin hverfa þegar blæðingar hefjast, ertu líklega að finna fyrir fyrirtíðaspennu.

Ef einkennin eru það mikil að þau eru farin að hindra þig í að gera venjulega hluti sem þú gerir vanalega í vinnu og heima, eða þau hafa áhrif á samskipti þín við fólkið þitt, getur verið að þú sért með PMDD. PMDD stendur fyrir „premenstrual dysphoric disorder“ sem gæti verið þýtt sem fyrirtíðaröskun.

Einkenni fyrirtíðaspennu vs PMDD

Allt að 75% kvenna hafa fundið fyrir fyrirtíðaspennu en PMDD er mun sjaldgæfari en talið er að það hafi áhrif á milli 3% og 8% kvenna. Konur með væga fyrirtíðaspennu þurfa sjaldnast að fá hjálp læknis til að takast á við einkennin. Hinsvegar er gott að konur sem telja sig þjást af PMDD tali við lækninn sinn um það.

Við fyrstu sýn getur virst að fyrirtíðaspenna og PMDD vera það saman en mörg einkenni eru þau sömu. Þar má nefna:

  • Uppþemba
  • Eymsli í brjóstum
  • Höfuðverkur
  • Vöðva- eða liðverkir
  • Þreyta
  • Svefntruflanir
  • Löngu í ákveðinn mat
  • Skapbreytingar

En fyrirtíðaspenna og PMDD eru samt að mörgu leyti ólík.

Dæmi:

Þunglyndi. Ef þú ert með fyrirtíðaspennu gætir þú fundið fyrir þunglyndi. En ef þú ert með PMDD getur sorg þín verið svo mikil að þú finnur fyrir vonleysi. Þú gætir jafnvel haft hugsanir um sjálfsvíg.

Kvíði. Þú gætir fundið fyrir kvíða þegar þú ert með fyrirtíðaspennu. En með PMDD er kvíðinn sem þú upplifir mun verri. Sumar konur með PMDD hafa lýst því sem þær séu uppspenntar og alltaf á nálum.

Skapsveiflur. Þegar þú ert með fyrirtíðaspennu geturðu fundið fyrir skapsveiflum. Hamingja eina mínútuna og svo geturðu verið reið og komin í mikið uppnám á þeirri næstu og stutt í grátinn. Ef þú ert með PMDD verða skapsveiflur þínar mun meiri. Þú gætir orðið mjög reið og hlutir pirra þig sem venjulega trufla þig ekki neitt. Þú gætir meira að segja leitað uppi rifrildi, jafnvel þó það sé alls ekki það sem þú gerir vanalega. Þú gætir líka grátið yfir hlutum sem venjulega kæmu þér ekki í uppnám.

Dagsdaglegt líf. Ef þú ert með fyrirtíðaspennu og finnur fyrir þunglyndi gætirðu fundið fyrir því að vera aðeins utan við þig í dagsdaglegu lífi. En ef þú ert með PMDD er líklegt að þú hættir að sinna vinnu þinni, áhugamálum, vinum og fjölskyldu eins vel og þú gerir vanalega. Allt þetta myndi undir venjulegum kringumstæðum koma þér í betra skap.

Orsakir

Enginn veit nákvæmlega hvað veldur fyrirtíðaspennu eða PMDD, en þó er vitað að breytingar á hormónagildum eru taldar eiga sinn þátt í því. Erfðir geta einnig spilað inní. Þunglyndi er einnig tengt fyrirtíðaspennu og PMDD, þó að eitt valdi ekki endilega hinu. Breytingarnar á hormónagildum geta þó gert einkenni þunglyndisins verri.

Greining

Það eru engin formleg próf til að greina þig með fyrirtíðaspennu eða PMDD. Læknir, og þá helst kvensjúkdómalæknir, getur sagt þér hvort þú sért með fyrirtíðaspennu eða PMDD þegar þú hefur lýst fyrir honum einkennunum. Þú gætir verið beðin um að skrá niður líðan þína og tímasetningar í nokkrar vikur til að sjá við hvað við á í þínu tilviki. Einkenni þurfa að vera til staðar í 1-2 vikur fyrir blæðingar Þeir gætu beðið þig um að fylla út töflu í nokkrar vikur til að staðfesta að tímasetning einkenna þinna passi við prófílinn PMS eða PMDD. Einkenni þín þurfa að vera til staðar 1 til 2 vikum fyrir blæðingar og hverfa síðan þegar blæðingar hefjast. Þetta þarf að hafa gerst í einhverja mánuði svo mark sé takandi af því.

Meðferðir

Hvort þú þurfir að fá hjálp vegna fyrirtíðaspennu eða PMDD er alveg undir því komin hversu alvarleg einkennin eru. Konur með mild einkenni gætu bætt ástandið með því að breyta aðeins um lífsstíl, stunda líkamsrækt, breyta mataræði, huga að svefni og draga úr álagi. Aðrir þurfa kannski einhverskonar lyfjameðferð en best er að spyrja lækninn út í það.

Heimildir: Webmd.com


Sjá einnig:

SHARE