Stundum heldur maður að fólk sé hætt að haga sér svona í siðmenntuðum samfélögum. En nei. Það er greinilegt að það er ennþá kynþáttahatur í gangi víða um heim. Þetta myndband var tekið þegar litlar fimleikastúlkur voru að taka á móti viðurkenningum fyrir þátttöku á fimleikamóti í Írlandi.
Eins og sjá má fá allar stúlkurnar viðurkenningu nema ein. Stúlkan sem er dökk á hörund. Fjölmiðlar víða um heim hafa tekið þetta mál fyrir og eru margir æfir vegna athæfisins og segja að þarna sé augljóslega kynþáttahatur í gangi. Fimleikafélagið sem stóð fyrir þessu móti segir að stúlkan og fjölskylda hennar hafi verið beðin afsökunar en haft hefur verið eftir móður hennar að það sé alls ekki raunin.
Það er bara sárt að horfa á þetta myndband. Litla stúlkan er svakalega spennt og svo er gengið framhjá henni og alltaf er hún að bíða eftir sinni viðurkenningu.