Árið 2002
Sigrún Klara Hannesdóttir (f. 1943), skipuð í embætti Landsbókavarðar, fyrst kvenna
Árið 2003
Feministafélag Íslands stofnað.
Árið 2005
Kvennafrídagurinn haldinn í þriðja sinn.
Árið 2005
Kristín Ingólfsdóttir (f. 1954) skipuð rektor Háskóla Íslands, fyrst kvenna við Háskóla Íslands
Árið 2008
Elín Sigfúsdóttir (f. 1955) verður bankastjóri, fyrst kvenna.
Árið 2008
Margrét Frímannsdóttir (f. 1954) varð fyrst kvenna til að gegna starfi forstöðumanns við fangelsi á Íslandi.
Árið 2008
Sigríður Th. Erlendsdóttir (f. 1930), brautryðjandi í rannsóknum á sögu íslenskra kvenna var gerð að heiðursfélaga Sögufélagsins, fyrst kvenna
Árið 2009
Ásta Dís Óladóttir (f. 1972) er fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu deildarforseta viðskiptadeildar við háskóla á Íslandi
Árið 2009
Jóhanna Sigurðardóttir (f. 1942) varð forsætisráðherra, fyrst íslenskra kvenna. Ríkisstjórn skipuð jafnt konum og körlum í fyrsta sinn
Árið 2010
Kvennafrídagurinn haldinn í fjórða sinn
Árið 2010
Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja samþykkt í hlutfallinu 40/60.
Árið 2010
Ein hjúskaparlög. Breytingar á hjúskaparlögum tóku gildi þar sem einstaklingum er gert frjálst að giftast einstaklingi af sama kyni.
Árið 2011
Fyrsta Druslugangan haldin á Íslandi.
Árið 2012
Agnes Sigurðardóttir (f. 1954) kjörin biskup Íslands, fyrst íslenskra kvenna
Árið 2014
Sigríður Björk Guðjónsdóttir tekur við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, fyrst kvenna
Árið 2015
100 ára kosningarétti kvenna fagnað.
Árið 2016
Kvennafrídagurinn haldinn í fimmta sinn.
Árið 2018
Alma Dagbjört Möller (f. 1961) skipuð Landlæknir, fyrst kvenna í 258 ára sögu embættisins.
Árið 2018
Kvennafrídagurinn haldinn í sjötta sinn.
Árið 2019
Hrefna Róbertsdóttir (f. 1961) skipuð í embætti þjóðskjalavarðar, fyrst kvenna.
Árið 2020
Hildur Guðnadóttir, (f. 1982), tónlistarmaður og tónskáld, fyrst Íslendinga til að vinna Óskarsverðlaun.
Árið 2023
Kvennafrídagurinn var haldinn í sjöunda sinn.