Matthew Perry er látinn. Fréttir herma er að Friendsstjarnan hafi fundist látin á heimili sínu í Los Angeles 28. október. Lögreglumenn telja að leikarinn hafi drukknað. Matthew var 54 ára.
Metthew fannst í heitum potti á heimili sínu og engin fíkniefni voru á vettvangi. Hann hafði varið morguninum í að spila „Pickleball“ og farið í pottinn eftir það. Hann hafi síðan beðið aðstoðarmanneskju sína um að skjótast í einhverjar erindagjörðir fyrir sig og þegar aðstoðarmanneskjan kom aftur var Matthew meðvitundarlaus. Hringt var á neyðarlínuna en ekki náðist að lífga Matthew við.
Matthew hafði aldrei gengið í hjónaband og aldrei eignast börn.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.