Var með stingandi höfuðverk í 5 mánuði

Ónefndur 35 ára maður frá Víetnam hafði verið með mikinn höfuðverk í 5 mánuði og skildi ekkert í hvað væri að orsaka þetta. Fyrstu rannsóknir bentu til þess að hann væri með pneumocephalus, sem er sjaldgæfur og mögulega lífshættulegur sjúkdómur, sem veldur meðal annars miklum þrýstingi inni í höfuðkúpunni.

Við nánari skoðun kom svo raunveruleg ástæða þessa gríðarlega höfuðverks í ljós. Hann var með matarprjóna í heilanum sem hafði verið komið inn í gegnum nefið á honum.

Í fyrstu var maðurinn alveg gapandi hissa en fór svo að rifja upp að hann hefði lent í slagsmálum fyrir 5 mánuðum, þegar hann var undir áhrifum. Hann mundi ekki öll smáatriði atviksins en mundi að hann hafði verið stunginn í andlitið. Hann fór á spítala í kjölfar slagmálanna og læknar fundur ekkert óeðlilegt í nefi hans. Pinnunum hefur því örugglega verið stungið upp í nefið á honum og hafa því setið þar síðan.

SHARE