Jólasmákaka með sítrónufyllingu

Æðisleg og öðruvísi smákaka sem við dóttir mín prófuðum.

Uppskrift deig (10-14 stk):

  • 250 gr. ósaltað smjör
  • 1 tsk af vanilludropum
  • 55 gr Flórsykur
  • 180 gr Hveiti
  • 80 gr. Maísmjöl

Aðferð:

Setjið stofuheitt smjörið, vanilludropana og flórsykurinn í skál og hrærið með þeytara eða í hrærivél þangað til að það verður létt og “fluffy”. Setjið svo hveitið og maísmjölið í þremur skömmtum ofan í smjörblönduna og hrærið vel á milli.

Ágætt er að mynda kúlur með ísskeið eða bara venjulegri matarskeið og raða á smjörpappír. Notið svo gaffal og þrýstið létt á kúluna svo hún verði nokkuð flöt og með gafflaförum í. Bakið á 180°C í 15 min og látið svo kökurnar kólna vel áður en þið setjið á þær sítrónufyllinguna.

Sítrónufylling:

  • 100 gr. ósaltað smjör
  • 220 gr. Flórsykur
  • 2 tsk sítrónubörk
  • 1 tsk safi úr sítrónu

Aðferð:

Setjið mjúkt smjörið í skál og hrærið með þeytara í c.a. 1 min. Bætið svo flórsykrinum í þremur skömmtum í smjörið og hrærið vel á milli. Setjið svo sítrónubörkinn og safann í og hrærið þar til fyllingin er orðin létt og ljós. Ágætt er að setja fyllinguna í plastpoka og sprauta henni á aðra kökuna. Setjið svo aðra köku ofan á eins og samloka.

SHARE