Við fjölskyldan förum reglulega í frí til Florida. Áður fyrr var fyrsta sem þær báðu um að fara á Mcdonalds en eftir að hafa prófað skyndibitastaðinn Chick-fil-A biðja þær um ekkert annað. Þar sem við búum ekki svo vel að hafa þennan stað hér á Íslandi fann ég uppskrift af kjúklingnum þeirra og enn mikilvægara…….sósunni!!!! Maður lifandi, hún er svo góð!
Uppskrift:
- 4 stk – kjúklingabringur
- 500 – ml nýmjól
- 1.5 msk – sítrónusafi
- 2 tsk – salt
- 1 stk – stórt egg
- 180 gr – hveiti
- 2 msk – flórsykur
- 2 tsk – papríkukrydd
- 2 tsk – chillikrydd
- 1 tsk – salt
- 1 tsk – svartur pipar
- 1/2 tsk – matarsodi
Aðferð:
Skerið kjúklinginn í hæfilega bita. Blandið mjólkinni, sítrónusafanum, saltinu saman og hrærið eggið aðeins og blandið einnig útí. Setjið kjúklinginn útí blönduna og plast filmu yfir. Geymið í ísskápi í minnsta kosti 30 min.
Á meðan þið bíðið blandið þá öllum þurrefnunum í hæfilega stóra skál. Setjið olíu í djúpa pönnu(Ég notaði Wokpönnu) og hitið uppí c.a. 180°C.
Takið kjúklinginn úr ísskápnum og veltið hverjum bita uppúr hveitiblöndunni. Setjið hvern bita varlega ofan í olíuna og djúpsteikið í c.a. 4-5 mín.(kannski 10 bita í einu) Gott er að hafa töng eða fiskispaða til þess að snúa kjúklingnum reglulega.
Uppskrift Sósan:
- 120 ml – Majones
- 120 ml – BBQ sósa
- 50 gr – sykur
- 2 msk – gult sinnep
- 1/4 tsk – hvítlaukskrydd
- 1/8 tsk – Chillikrydd
- 1 msk – hvítvínsedik
- 1 msk – eplaedik (má setja 2 msk af öðruhvorru edikinu)
- 1 msk – Sítrónusafi
Aðferð:
Setjið Majonesið, bbq sósuna,sykurinn, sinnepið, hvítlauks og chilli kryddið í skál og hrærið vel saman. Bætið þá edikinu og sítrónusafanum útí og hrærið saman við eða þangað til að allt hefur blandast vel saman. Skellið plast filmu yfir og setjið inní ísskáp.
Við að sjálfsögðu skelltum okkur í Bónus og keyptum samskonar “vöfflufranskar” og þeir nota hjá Chick-Fil-A og steikti ég þær bara í Airfryer-num Ég hef sjaldan séð krakkana mína jafn ánægða með kvöldmat eins og þetta dýrlega kvöld. Verði ykkur að góð.