Söngkonan og rapparinn Doja Cat er sögð hafa orðið fyrir ofbeldi af eldri bróður sínum, samkvæmt tímabundnu nálgunarbanni sem sett var á bróðir hennar
Skjölin semlögð voru fram 12. janúar í Hæstarétti Los Angeles, segja að bróðir hennar, Raman Dalithando Dlamini, hafi slegið tennur úr söngkonunnar.
Doja, sem heitir í raun Amala Ratna Zadile Dlamini hefur þurft vernd frá hinum 30 ára gamla bróður sínum eftir að hafa hlotið fjölda skurða og marbletta eftir barsmíðarnar, samkvæmt skjölunum.
„Raman hefur ráðist á hana bæði líkamlega og andlega “ er haft eftir móðir þeirra. Hann hafi einnig haft í hótunum við hina 28 ára gamlu Grammy-verðlaunahafa síðan hann réðst á hana í byrjun janúar og hótað að drepa systir sína.