Jimmy Fallon og Green Day komu fólki aldeilis á óvart á neðanjarðarlestarstöð

Það muna örugglega flestir sem eru komnir vel yfir þrítugt eftir rokkhljómsveitinni Green Day. Lítið hefur farið fyrir hljómsveitinni undanfarin ár en nú eru þeir loksins að gefa út plötu eftir margra ára bið. Þeir mættu á dögunum með þáttastjórnandanum Jimmy Fallon á lestarstöð í New york í dulagervi þar sem þeir þóttust vera götulistamenn. Eftir að fólk fór að safnast í kringum þá kynnti Fallon hljómsveitina og ætlaði allt um koll að keyra þegar þeir tóku sinn þekktasta slagara “Basket case”

https://www.youtube.com/watch?v=EiF28zBaOlI
SHARE