Það er alltaf verið að spyrja okkur að þessari spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Við byrjum að fá þessa spurningu þegar við erum börn og oft byrjum við á að segja að við ætlum að vera prinsessa eða lögga eða hvað svo sem það er sem við höfum áhuga á þá stundina. Auðvitað breytist það eftir því sem við eldumst og finnum nýja, hagnýtari hluti til að hafa áhuga á. Maður á oft erfitt með að finna út hvað maður vill gera að ævistarfi sínu en stjörnumerkið þitt getur gefið þér smá vísbendingu um það.
Heimildir: higherperspective.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.