Þú sagðir að þú elskaðir mig en þú varst að ljúga

Ég er algjör söngtextanörd og hef verið þannig alla tíð. Það má eiginlega segja að það sé eiginlega bara „my thing“ að læra texta því „harði diskurinn“ í hausnum á mér virðist geta tekið við endalaust miklu af textum og ég gleymi þeim yfirleitt aldrei. Þegar ég var lítil og var í skóla og þurfti að læra eitthvað utanbókar þá söng ég það og þá stimplaðist það inn í hausinn á mér. T.d. lærði ég lotukerfið og mælieiningarnar svona og man þær enn í dag.

Ég spái líka mikið í því um hvað textar annarra fjalla og merkingu orðanna í lögum. Sumir textar finnst mér alveg skelfilegir og þá bara get ég varla hlustað á lögin. Það er einn erlendur listamaður sem er í sérstöku „uppáhaldi“ hjá mér þessa dagana og semur að mínu mati einstaklega dramatíska texta, svo dramatíska að ég fæ alveg hroll. Ég ákvað að taka smá bút úr þeim hérna og snara því yfir á íslensku og deila þeim með ykkur:

Ég hefði átt að vita það, frá því að við kysstumst í fyrsta skipti, þú varst með galopin augun, af hverju voru þau opin? Þú tekur bara og tekur en gefur ekkert til baka. Ég gaf þér allt sem ég gat en þú hentir því bara í ruslið.  Vond kona, það er það sem þú ert. Þú brosir framan í mig og rífur svo bremsurnar úr bílnum mínum. Ég myndi grípa handsprengjur fyrir þig, grípa um eggvopn fyrir þig, kasta mér fyrir lest fyrir þig og ég myndi láta skjóta mig í höfuðið fyrir þig. Hinsvegar ef þú sæir mig í ljósum logum þá myndirðu bara horfa á mig brenna. Þú sagðir að þú elskaðir mig en þú varst að ljúga. 

Ef ég ætti fyrrverandi kærasta sem myndi senda mér svona skilaboð eða bréf þá myndi ég hugsa að hann væri endanlega búinn að tapa geðheilsunni, mér litist ekki á blikuna.

Hvað finnst ykkur?

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here