Í nýrri könnun sem gerð var á AdamandEve.com kom fram að 27% Ameríkana stundi sjálfsfróun einu sinni eða tvisvar í viku. Það hljómar óttalega lágt og miðað við hversu hollt það er fyrir karlmenn þá ættu þeir að gera mun meira af því.
„Sjálfsfróun er hluti af því að eiga heilbrigt kynlíf,“ segir Gloria Brame kynfræðingur. „Það er fullkomlega eðlilegt og skaðlaust og álíka heilsusamlegt eins og að bursta tennurnar á hverjum degi.“
Kemur í veg fyrir krabbamein
Rannsókn frá árinu 2003 sem gerð var í Ástralíu sýndi fram á að þeir karlmenn sem stunduðu sjálfsfróun að minnsta kosti 5 sinnum í viku voru þriðjungi ólíklegri til þess að fá krabbamein í blöðruhálskirtil. „Ástæðan fyrir þessu er í stuttu máli sú ef þeir losa ekki oft út sæði myndast eiturefni í þvagrásinni sem er alls ekki gott fyrir karlmenn,“ segir Gloria.
Það gerir þá stinnari
Með aldrinum rýrna allir vöðvar, líka þarna niðri. Reglulegt kynlíf eða sjálfsfróun þjálfar neðstu grindarvöðvana og ef þeir vöðvar eru í lagi eru minni líkur á stinningarvandamálum og þvagleka.
Þeir endast lengur
Ef karlmenn stunda reglulega sjálfsfróun liggur í augum uppi að þeir komast í góða þjálfun með þolið. „Ef karlmaður stundar sjálfsfróun klukkustund fyrir stefnumót mun það virka honum í hag um kvöldið,“ segir Brame. Karlmenn geta æft sig til þess að endast lengur. Ef þeir endast til að mynda í 2 mínútur venjulega þegar þeir eru einir þá geta þeir æft sig og reynt að endast í 3 mínútur og svo næst lengur.
Það styrkir ónæmiskerfið
„Við hvert sáðlát eykst magn hormónsins kortisól í líkamanum“ segir Jennifer Landa læknir. En það hormón styrkir ónæmiskerfi líkamans.
Bætir skapið
Sjálfsfróun eykur framleiðslu dópamíns í heilanum og eykur þar með lífsgleðina. „Fullnæging er besta víma sem hægt er að fá án fíkniefna“ segir Gloria. „Heilaskönnun sýndi að heili á manni sem er að fá fullnægingu er eins og heili á manni í heróínvímu.“
Heimildir: Menshealth.com