Við teljum okkur örugglega flest vera frekar hreinlát og vera með það á hreinu hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að persónulegu hreinlæti. Hinsvegar eru mjög margir sem sturta niður eftir salernisferð, áður en lokið á klósettinu eru komið niður.
Læknirinn Dr Karan Rajan hefur nú gefið út myndband þar sem hann ráðleggur fólki að passa að setja lokið á klósettinu niður áður en sturtað er og segir ástæðuna einfalda.
Í rannsókn sem gerð var af hreingerningavöruframleiðandanum Harpic, kom í ljós að 55% fólks í Englandi lokar ekki klósettinu áður en það sturtar. Sumir vissu ekki að það væri nein áhætta að sleppa því, meðan aðrir vildu bara ekki gera það og svo voru aðrir sem gáfu þá ástæðu að þeir hreinlega gleymdu því. Eftir að þeim var sagt frá áhættunni voru 95% þátttakendanna staðráðnir í að loka klósettinu fyrir sturtun, í framtíðinni.
Rannsókn sem gerð var á þessum gjörningi leiddi í ljós að ef þú sturtar niður án þess að loka klósettinu fyrst, værir þú í hættu að verða fyrir úða úr klósettinu sem getur innihaldið bakteríur og vírusa, sem geta úðast á allt 180 cm í kringum klósettskálina. Einnig var sagt að þessi úði getur líka farið hátt á loft og verið í nokkrar mínútur svífandi í andrúmsloftinu.
Auðvitað er líka nauðsynlegt að þrífa klósettskálina mjög reglulega með tilheyrandi efnum og svæðið í kringum skálina líka. Það er samt alveg ljóst að maður mun hafa þetta bakvið eyrað á næstunni.
Sjá einnig: