Hjónabandssæla

Þessi klassíska og stórgóða kaka kemur úr smiðju Ragnheiðar sem heldur úti Matarlyst á Facebook.

Hráefni

1 ½ bolli Hveiti
3 bollar Haframjöl gróft
1 ½ bolli Púðusykur
300 g smjörlíki eða smjör við stofuhita
1 ½ tsk Matarsódi
Sulta eftir smekk
T.d rabarbara-jarðaberja sulta eða jarðaberja

Aðferð

Hitið ofninn í 150 gráður og blástur.

Fínt er að notast við amerískt bollamál eða múmmínbolla ekki fylla hann alveg í topp.

Blandið öllum hráefnum saman í skál vinnið saman með höndum, eða setjið í hrærivélaskál og hnoðið þar til komið er saman.
Smyrjið og sáldrið hveiti inn í 25-27 cm form fínt að notast við smelluform.
Takið ⅔ af deiginu setjið í botninn á forminu,
smyrjið síðan sultu ofaná magn fer eftir smekk
Sáldrið rest af deigi yfir.

Bakið þar til gullið að ofan fer eftir stærð á formi 35-45 mín jafnvel lengur þ.e hátt í 1 klukkustund.

SHARE