Góðmennska ungs manns yljar manni um hjartarætur

Hver segir svo að ungt fólk kunni ekki mannasiði og fólk sé óhóflega sjálfhverft? Þessi ungi maður afsannar það svo sannarlega.

Á miðjum tónleikum hendir einn af hljómsveitarmeðlimum derhúfunni sinni út til áhorfenda og ungur maður grípur hana. Það sem hann gerir svo bræðir hvern sem er. Hann réttir eldri konu, við hliðina á sér, derhúfuna. Hún trúir varla sínum eigin augum og verður svo agalega þakklát.

SHARE