Þessi sæta lystisemd er frá Matarlyst og er æðislega góð.
Hráefni
470 g döðlur
3.5 dl vatn
2 tsk matarsódi
240 g smjör við stofuhita
10 msk sykur
4 egg
6 dl Hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður og blástur
Setjið döðlur í pott ásamt vatni, látið suðuna kom upp á miðlungshita, slökkvið undir pottinum látið standa í 3 mín, bætið matarsóda út á það freyðir hressilega það er eðlilegt stappið döðlurnar í mauk t.d með gaffli ofaní pottinn.
Þeytið smjör og sykur þar til létt og ljóst, bætið einu eggi í einu út í hrærið vel á milli. Blandið þurrefnum saman setjið út í hrærivélaskálina vinnið saman um stund. Setjið döðlurnar ásamt vökvanum út í hrærið þar til komið er saman í u.þ.b 1 mín.
Setjið í muffinsform eða 2 hringlaga form smyrjið formið að innan áður en deiginu er hellt í.
Bakið við 180 gráður og blástur
Muffins í 12-15 mín
Form 20-25 mín fer eftir stærð forms.
Karmellukrem
120 g smjör
115 g púðusykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi
Aðferð
Setjið öll hráefni saman í pott sjóðið saman í ca 15 mín hrærið öðru hvoru í sósunni á meðan. Sósan á ekki að vera of þykk.
Gott er að gera 2 × uppskrift til að eiga auka sósu til að bera fram með kökunni. Einnig er karamellusósan góð út á t.d á ís eða vöfflur
Athugið að einnig er hægt að bera fram tilbúna karamellusósu með kökunni.
Kakan er afar góð ein og sér en dásamleg ný með þeyttum rjóma eða ís og auka karmellusósu.
Ég frysti alltaf aðra tertuna og þær muffins sem ekki eru borðaðar samdægurs. Þær eru fljótar að þiðna, gott að eiga í frysti ef gesti ber að garði.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.