Skartgripahönnuðurinn Thomas Giesen hefur hannað og framleitt sína eigin skartgripalínur seinustu 20 árin. Eitt af því sem er frábærlega vel heppnað hjá honum eru Contura hringirnir hans.
Þessir hringir eru gerðir eftir vangasvip fólks og hann hóf að gera þessa hringi árið 1998 og þróaði þessa hugmynd á nokkrum árum eftir það. Contura hringirnar eru gerðir úr gulli, silfri, títaníum ot stáli og eru sniðnir að hverjum og einum. Mjög skemmtileg hugmynd!