Góðar leiðir til að æfa sig í núvitund

Öll erum við oft með alltof mörg járn í eldinum og höldum mörgum boltum á lofti í einu. Á meðan við eldum matinn erum við að hugsa um allt annað en það og erum jafnvel að fara yfir samtöl dagsins eða verkefni morgundagsins. Núið gleymist og það er það eina sem við eigum í raun, núið er hin eilífa stund. Núvitund er öflug leið til að efla lífsgæði, auka innri ró og einbeitingu. Hér eru nokkrar af bestu leiðunum til að æfa sig í núvitund:

1. Meðvituð öndun

  • Andaðu rólega inn og út og mantraðu jafnvel á meðan „ég anda inn…. og út“ í sama takti og öndunin er. Fylgstu með önduninni allan tímann og gefðu henni gaum.

2. Skynjunaræfingar

  • Notaðu öll skilningarvitin þín. Horfðu, hlustaðu og lyktaðu og skynjaðu það sem er í kringum þig. Þetta hjálpa þér að vera hér og nú og kemur í veg fyrir að hugurinn fari á flakk.

3. Hugleiðsla með leiðsögn

  • Það er til fjöldinn allur af smáforritum og myndböndum á netinu sem bjóða upp á stuttar hugleiðslur með leiðsögn. Þessar hugleiðslur hjálpa til við að læra og viðhalda einbeitingu í núinu.

4. Hreyfinúvitund

  • Hægt er að stunda núvitund í daglegri hreyfingu eins og gönguferðum eða jóga. Með því að einbeita sér að líkamanum og hreyfingunni eykst núvitund.

5. Lífsathafnir í núvitund

  • Gerðu einfaldar daglegar athafnir með fullri athygli, eins og að bursta tennurnar eða njóta máltíðar, og einbeittu þér algjörlega að þeim. Þetta eykur meðvitund og dregur úr streitu.

6. Taka hlé og skrá niður

  • Skráning daglegs hugarástands getur hjálpað til við að koma auga á hugsanamynstur. Taktu stutt hlé yfir daginn og skoðaðu hvernig þér líður.

Að æfa núvitund krefst reglulegrar iðkunar, en smám saman getur hún dregið verulega úr streitu og aukið vellíðan.

SHARE