Sveppi grínast með barnaníð: „Kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið“

Eins og Nútíminn greindi frá í dag varð uppi fótur og fit eftir frumsýningu nýrrar þáttarraðar sem Auðunn Blöndal stjórnar á Stöð 2 og ber heitið Bannað að hlæja.

Í þættinum er fólki boðið í matarboð sem bannað er að hlæja í og matargestir eiga að reyna að fá hina gestina til að hlæja.

„Þjónninn“ var sendur inn og bað hann gesti að tala um kosti sína og galla. Sveppi byrjaði eftir áskorun frá Júlíönu. Næst var röðin komin að Jóhannesi en áður en hann gat talað sagði Sveppi: „Það er náttúrulega fyrsta sem maður hugsar er að gallinn er náttúrulega að hann er barnaníðingur.“

Leikkonurnar flissuðu og Jói sagði: „Já það hefur aldrei sannast neitt á mig, þannig að mér finnst nú óþarfi að vera…..“

„Já af hverju heldurðu að hann eigi hoppukastala og hamborgarastað og keilubraut?“ bætti Sveppi við.

„Ég meina hvað er pedó?“ spyr Jóhannes og leikkonurnar flissa aftur, en Ríkharð hlær ekki. „Eins og ég hef alltaf sagt maður veit ekki hvort maður er barnaníðingur eða ekki af því kannski er maður ekki búinn að hitta rétta barnið, maður veit það ekki,“ botnar Sveppi.

Margir urðu verulega hneykslaðir á þessum athugasemdum mannanna og fóru að ræða það á samfélagsmiðlum.

SHARE