Samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er Diego fundinn.
Diego, einn frægasti köttur landsins, er kominn í leitirnar, en hann var tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina. Margir hafa leitað að Diego frá þeim tíma, ekki síst Dýrfinna, en það eru félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra.
Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diego í heimahúsi i morgun. Í framhaldinu var Diego færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu og var þar í góðu yfirlæti þangað til honum var komið í hendur eigandans. Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.