Kristrún komin með stjórnarmyndunarumboðið

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mætti á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands á Bessastöðum um kl. 10 í morgun.

Eftir fundinn lýsti forseti því yfir að Kristrún fengi stjórnarmyndunarumboð og Kristrún sagðist myndu hefja viðræður við Viðreisn og Flokk fólksins strax eftir hádegi.

Samkvæmt Rúv.is segist Kristrún bjartsýn á að flokkarnir þrír eigi samleið. Hún segir að það sé málefnagrundvöllur þó svo að flokkarnir hafi ólíkar áherslur. Flokkarnir eigi að geta náð saman um að klára mörg stór mál.

„Ég væri ekki að fara í þessa vegferð nema ég tryði því að ég það gæti náð árangri,“ segir Kristrún.

Hún svaraði því ekki hvort hún gerði tilkall til forsætisráðherraembættisins.

SHARE