Samkvæmt frétt RÚV.IS hefur rafmagnsverð hækkað um rúm þrettán prósent á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins. Þau segja það mestu hækkun frá árinu 2011 eða í þrettán ár. Raforkuverð hafi hækkað á sama tíma og verðbólga er á niðurleið.
Rafmagnsverð hækkaði um rúm þrettán prósent á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins. Þetta er mesta hækkun frá árinu 2011 eða í þrettán ár. Raforkuverð hefur hækkað á sama tíma og verðbólga er að lækka.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, segir þessa hækkun vera að endurspegla þá stöður að við höfum ekki framleitt nógu mikið af rafmagni fyrir sístækkandi samfélag. Kyrrstaða hafi verið rofin með afgreiðslu rammaáætlunar ásamt fleiru en þörf sé á því að horfa lengra fram í tímann í orkumálum.
„Vandamálið er það að það tekur að lágmarki tólf ár að undirbúa vatnsaflsvirkjun með leyfisveitingum og framkvæmdum þannig að það þarf að horfa mjög langt fram í tímann þegar kemur að orkumálum landsins. Það var því miður ekki gert um langt skeið og við erum að súpa seiðið af því núna,“ segir Sigurður.