Þingmaður segir hróplegt ósamræmi í orðum Þorsteins

Diljá Mist þingmaður Sjálfstæðisflokksins setti inn færslu í gær á Facebook þar sem hún furðar sig á því hvernig yfirlýstur femínisti kom sér frá því að taka málstað kúguðustu kvenna í heimi:

„Það hefði auðvitað ekki átt að koma mér á óvart að íslenskur yfirlýstur femínisti fetaði þessa slóð sem ég hef áður gagnrýnt. Segi það samt enn og aftur að það er ótrúlegt að hlusta á málflutning þar sem barátta kvenna fyrir tilverurétti sínum, m.a. til að hylja ekki andlit sitt og hár, er smættaður og honum líkt saman við viðfangsefni íslenskra kvenna sem finna sig knúna til að „farða sig og skreyta á morgnana“. Þetta sé í raun allt saman „hluti af karllægri menningu“.“

Diljá heldur áfram og skrifar:

„Mér er fyrirmunað að skilja af hverju sumir (og háværir) íslenskir femínistar veigra sér við að taka málstað kúguðustu kvenna heims. Rétt eins og Þórarni finnst mér hróplegt ósamræmi felast í því að gagnrýna statt og stöðugt þriðju vaktina og þunga byrði vestrænna kvenna, en fara svo undan í flæmingi þegar talið berst að fjarlægari heimshlutum sem færast sífellt nær okkur m.a. með fólksflutningum og auðvitað tækni. Auðvitað getur maður ekki verið alls staðar og það er afstaða Þorsteins að hann geri meira gagn við að berjast við „feðraveldið á Íslandi“.“

Sjá má færsluna í heild sinni hér fyrir neðan:

SHARE