Stjörnumerkin og rifrildin – Ljónið

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ef þú ætlar að rífast við Ljón, er best að þú leyfir honum að leiða samtalið/rifrildið. Það er ekki þar með sagt að þú eigir að leyfa Ljóninu að valta yfir þig heldur er þetta meira til þess að því finnist að það sé ekki verið að neyða það í að vera undirgefið.

Ljónið verður reitt ef talað er niður til þess eða ef fólk er hrokafullt. Leyfðu því að tjá sig og útskýra sína hlið sögunnar.