Það hafa eflaust margir tekið eftir því að Blake Lively og Justin Baldoni standa nú í lagalegri deilu sem átti upptök sín við framleiðslu kvikmyndarinnar It Ends With Us, þar sem Justin var leikstjóri og Blake aðalleikkona. Á meðan á tökum stóð lagði Blake fram kvörtun til California Civil Rights Department, þar sem hún sakaði Justin um kynferðislega áreitni á tökustað. Í kjölfarið kom út grein í The New York Times þar sem sagt er að Justin hafi ráðið almannatengslateymi til að „grafa undan“ Blake eftir að hún kom þessum ásökunum á framfæri. Í þessari grein voru tekin saman gögn sem áttu að styðja þessar ásakanir Blake og áttu að sýna skipulagða tilraun Justins til að eyðileggja orðspor hennar í bransanum og fyrir almenning.
Þessi atburðarás leiddi til þess að Blake höfðaði mál gegn Justin, þar sem hún krafðist 250 milljóna dollara í skaðabætur vegna meiðyrða og tilfinningalegs tjóns. Justin svaraði því með því að höfða mál á Blake í staðinn og krefst hann 400 milljón dollara í skaðabætur og sakar Blake og eiginmann hennar, Ryan Reynolds, um að hafa reynt að „taka yfir“ kvikmyndina og eyðileggja starfsferil hans.
Til að bregðast við ásökunum Blake birti Justin myndbandsupptökur frá tökustað sem hann telur afsanna fullyrðingar hennar. Í einu myndbandinu sjást þau dansa hægt saman í hlutverkum sínum og Blake gerir grín að brúnkukremi sínu, sem Justin telur sýna að engin óviðeigandi hegðun hafi átt sér stað. Lið Blake hafnar þessu og segir að birting myndbandanna sé tilraun til að snúa sögunni gegn henni.
Þessi lagalegu átök hafa vakið mikla athygli og Blake hefur fengið stuðning hefur borist Blake frá ýmsum aðilum í Hollywood, þar á meðal frá höfundinum Colleen Hoover, sem skrifaði skáldsöguna sem kvikmyndin byggir á, og meðleikurum hennar úr The Sisterhood of the Traveling Pants. Samtök eins og SAG-AFTRA og Sony Pictures hafa einnig lýst yfir stuðningi við Lively.
Sjá einnig:
- Hvað er í gangi með málið milli Blake Lively og Justin Baldoni
- Justin Timberlake sýnir AÐEINS OF MIKIÐ á tónleikum
- Jamie Foxx segir frá alvarlegum veikindum sínum
- Sakar Sean Combs og Jay-Z um nauðgun þegar hún var 13 ára
- Unnusta McGregor: „Ég TRÚI honum!“
- Þurfti að fara í skurðaðgerð vegna tíðartappa
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.