Öll höfum við veikleika. Sumir eru með fleiri en aðrir og sumir með meiri veikleika en aðrir. Svona erum við misjöfn en það er bara til að hafa mannlífið sem allra fjölbreyttast, er það ekki? Hér eru veikleikar hvers stjörnumerkis fyrir sig:
Nautið
20. apríl – 20. maí
Nautið er eitt af þeim stjörnumerkjum sem er hvað oftast í jafnvægi. Það þarf hinsvegar að hafa mikið fyrir því að sleppa tökunum og mun gera mikið til þess að halda lífi sínu og öllum þáttum þess eins, í stað þess að breytast og vaxa. Nautið á auðvelt með að fá hluti og manneskjur á heilans sem gerir Nautið háð öðrum.