Stjörnumerkin og veikleikarnir – Meyjan

Öll höfum við veikleika. Sumir eru með fleiri en aðrir og sumir með meiri veikleika en aðrir. Svona erum við misjöfn en það er bara til að hafa mannlífið sem allra fjölbreyttast, er það ekki? Hér eru veikleikar hvers stjörnumerkis fyrir sig:

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Meyjan hatar að vera ein en á sama tíma hræðist hún að vera hafnað. Hún hræðist það svo mikið að hún á erfitt með að tengjast fólki og flýr þegar nándin er of mikil. Þetta viðhorf, að fara frá fólki áður en það fer frá þér, er skemmandi og óþarft.