Öll höfum við veikleika. Sumir eru með fleiri en aðrir og sumir með meiri veikleika en aðrir. Svona erum við misjöfn en það er bara til að hafa mannlífið sem allra fjölbreyttast, er það ekki? Hér eru veikleikar hvers stjörnumerkis fyrir sig:
Bogmaðurinn
22. nóvember – 21. desember
Bogmaðurinn hræðist það óþekkta og málar oft skrattann á vegginn. Hann vill lifa lífinu með reisn en fer oft út af sporinu og skammast sín fyrir það.