Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína? – Steingeitin

Það getur verið gott að leita til stjörnumerkjanna til að skilja sína nánustu aðeins betur. Reiði er tilfinning sem við þekkjum öll og hér má lesa aðeins um það hvernig hvert og eitt stjörnumerki tjá reiði sína.

Steingeitin

Ef þú ert í samskiptum við Steingeit er líklegt að Steingeitin safni upp reiði sinni því hún getur ekki tjáð sig við nokkurn mann þegar kemur að reiði og stressi.

Steingeitin vill frekar vera ein með sína eymd en að missa stjórn á skapi sínu fyrir framan fólkið sem hún elskar. Steingeitin á líka auðvelt með að sleppa tökunum á atvikum.