Hvernig tjá stjörnumerkin reiði sína? – Sporðdrekinn

Það getur verið gott að leita til stjörnumerkjanna til að skilja sína nánustu aðeins betur. Reiði er tilfinning sem við þekkjum öll og hér má lesa aðeins um það hvernig hvert og eitt stjörnumerki tjá reiði sína.

Sporðdrekinn

Sporðdrekinn tjáir sig mjög mikið þegar kemur að reiði og það fer ekkert framhjá þér ef Sporðdrekinn er þér reiður.

Sporðdrekinn heldur friðinn opinberlega, fyrir framan annað fólk, en þú mátt alveg búast við því að þurfa að rífast þegar þið eruð orðin ein. Hann fer ekkert í kringum hlutina og segir allt sem í brjósti hans býr.