Ósiðir stjörnumerkjanna – Steingeitin

Öll stjörnumerki eiga erfitt með að viðurkenna slæma ávana sína. Það þýðir samt ekki að það sé ekki hægt að bæta sig ef maður gerir sér grein fyrir ávönum sínum.

Ef þú ert að leita leiða til að bæta þig í daglegu lífi, þá er gott að vita hverjir þínir slæmu ávanar eru og bæta þig út frá því.

Steingeitin

Steingeitin getur verið mjög feimin og kýs helst að vera með fólki sem hún þekkir vel, eins og fjölskyldu og langtíma vinum. Hún á það til að vera mjög þrjósk sem getur stafað af því að hún er mjög svartsýn á heiminn í kringum sig.

Þessi svartsýni gerir Steingeitinni erfitt fyrir að finna fyrir hvatningu innra með sér til að vera með í hlutum sem eru að gerast í kringum hana.