
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra tóku þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum, en hún snéri að barnaníðsefni sem var búið til með gervigreind. Aðgerðin gekk undir nafninu Cumberland, en hana leiddu dönsk lögregluyfirvöld.
Meintur höfuðpaur í málinu er danskur ríkisborgari, sem var handtekinn í lok síðasta árs. Hann er sagður hafa búið til barnaníðsefni og notað til þess gervigreind og síðan selt aðgang að efninu á netinu. Tuttugu og fimm voru handteknir í aðgerðunum, langflestir í fyrradag. Einn þeirra var handtekinn hér á landi og framkvæmd var húsleit í híbýlum hans. Þar var lagt hald á búnað sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
Um var að ræða samræmdar aðgerðir með fulltingi Europol í sautján Evrópulöndum, auk Ástralíu og Nýja-Sjálands.
Nánari upplýsingar um þessa alþjóðlegu aðgerð er að finna í fréttatilkynningu á heimsíðu Europol, en hana má nálgast hér: 25 arrested in global hit against AI-generated child sexual abuse material | Europol
Sjá einnig:
- Maður handtekinn hér á landi vegna barnaníðsefnis
- Dóttir Gene Hackman greinir frá líklegri dánarorsök
- Billie Eilish opnar sig um kynhneigð sína
- Stjörnuspá fyrir mars 2025
- Svona féllu atkvæði símakosninganna í söngvakeppninni
- Menendez bræður tjá sig opinberlega í viðtali