
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða við útkall Lögreglunnar á Vestfjörðum, á Bolungarvík, í dag. Samkvæmt fréttum á Rúv.is vill lögreglan ekki tjá sig um málið að svo stöddu en útkallið hafi verið þess eðlis að ekki væri ekki hægt að segja frá málavöxtum.
Von er á tilkynningu síðar í dag um málið.