Kynlíf á meðgöngu

Það eru ýmsar spurningar sem vakna þegar par á von á barni í fyrsta sinn. Algengt er að pör, og þá oft sér í lagi karlmenn hafi áhyggjur af ýmsu í sambandi við kynlífið meðan á meðgöngu stendur. Hér eru svör við nokkrum algengum spurningum.

Konan gæti fundið til
Það er fremur óalgengt að konur finni til við samfarir, hinsvegar finna þær oft til allskyns óþæginda á fyrstu mánuðum meðgöngu svo að eðlilega eru einhverjar stellingar sem gætu verið óþægilegar fyrir konuna. Þetta er tíminn til að vera frumlegur! Prófa nýjar stellingar og aðlaga sig að breyttum aðstæðum.

Að kynlífið skaði barnið – “Ég er hræddur um að pota í barnið”
Þetta er mjög algeng spurning og það eru margir karlmenn sem hafa áhyggjur af þessu.Það að stunda samfarir á meðgöngu meiðir barnið þitt ekki. Barnið er vel varið inn í leginu og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af því að barnið finni til.Það kemur fyrir að það eru einhver vandamál sem tengjast fylgjunni og leghálsinum og þá er konum stundum ráðlagt að stunda ekki samfarir og þurfa jafnvel að liggja fyrir það sem eftir er meðgöngu – en nema læknirinn þinn hafi sagt þér að þú megir ekki stunda kynlíf þá á það ekki að valda neinum skaða.

Kynlíf gæti komið fæðingu af stað.

Kynlíf getur komið fæðingu af stað en kynlíf og þó einkum og sér í lagi fullnæging og/eða snerting við sæði kemur fæðingu ekki af stað fyrr en líkaminn er tilbúinn að hefja fæðingarferlið. Gangurinn er þessi: Þegar konan fær fullnægingu losnar út hormónið oxytocin sem m.a. veldur samdrætti í leginu og í sæðinu er prostaglandin sem veldur samdrætti og mýkir leghálsinn. Sannleikurinn er sá að  prostaglandin og oxytocin hafa því aðeins áhrif á hríðar og fæðingarferlið ef að móttakar fyrir hormónin séu þegar til staðar í leginu. Það skiptir engu máli þó að flóðbylgjur oxytocins skelli á mömmunni ef móttakararnir eru ekki tilbúnir, þeir munu einfaldlega ekki skipta sér af sendingunni. En þegar komið er að lokum meðgöngu og líkaminn er tilbúinn gætu þessi hormón komið fæðingunni af stað. Það ætti í raun að vera skiljanlegt. Stundum ráðleggja læknar verðandi mæðrum að best sé fyrir þær að forðast samfarir, þær gætu skaðað leghálsinn sem auðvitað er mýkri en ella meðan á meðgöngu stendur. En hafi konum ekki verið ráðlagt með gildum rökum að forðast kynlíf er staðreyndin sú að það kemur engu öðru af stað en vonandi ánægju.  (Og það getur svo sem alveg verið að kynlíf komi þér af stað ef meðgangan er komin um eða yfir 40 vikur!)

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here