Glæný stefnumótasíða – makalaus.is

Makalaus.is er glænýr vefur sem opnar í kvöld. Við fengum að heyra í Guðmundi Jónssyni og Heiðu Jóhannsdóttir aðstandendum síðunnar sem sögðu okkur frá nýja vefnum.

“Makalaus.is er vefsíða sem gerir meðlimum kleift að útbúa persónulegt vefsvæði á veraldarvefnum til að finna og hafa samskipti við hugsanlegan framtíðarmaka. Síðan er öðruvísi en aðrar síður hér á landi að því leiti að hver og einn notandi kemur undir réttu nafni og mynd. Með því komum við í veg fyrir það að notendur séu að koma undir röngu nafni og mynd og eyða heilli kvöldstund í kjaftæði.”

Vefsíðan er einungis til persónulegra nota meðlima og má ekki nýta vefinn til auglýsinga eða markaðsstarfa nema þeir sem hafa til þess samþykki stjórnenda makalaus.is.Vefsíðan er rekin af GSJ.ehf. (Guðmundur Jónsson og Heiða Jóhannsdóttir)
Aðstandendur síðunnar tala um það að margir eigi eftir að finna sér sinn framtíðarmaka og að það virðist bara einfaldlega vera erfiðara fyrir sumt fólk að finna sér einhvern sem hentar þeim. Í mörgum tilvikum hefur fólk verið í sambandi í mörg ár og þegar sambandið endar er oft erfitt fyrir fólk að fara aftur út í það að deita. Guðmundur segir “Við ákváðum því að fara af stað með nýja síðu sem er öðruvísi að því leitinu að allir verða að koma undir nafni og mynd.”Vitnum í góða grein sem Sigrún Einarsdóttir skrifaði á Pressunni… „Makaleit á netinu getur verið ansi skilvirk, í það minnsta í því að vinsa út þá sem maður hefur EKKI áhuga á. Á einu kvöldi getur maður rúllað í gegnum fjölda karlmanna, ómáluð með hárið í steik, á náttfötunum, í þægindum heima fyrir, án þess að þurfa að hafa fyrir því að fara út úr húsi. Þetta er tvímælalaust kostur enda er raunin sú að það eru þúsundfalt fleiri fiskar í sjónum sem maður hefur ekki áhuga á og því um að gera að taka þetta föstum tökum og vera ekki að eyða tíma í vitleysu. Ef þér er alvara í makaleitinni og vilt ná áþreifanlegum árangri þá þarftu að setja þetta upp fyrir þér sem verkefni“.

….Hver ætti að skammast sín fyrir það að hafa kynnst sínum framtíðarmaka á veraldarvefnum.

Það verður gaman að fylgjast með þessari nýju síðu og spennandi að sjá hvernig landsmenn taka í hana.

https://www.facebook.com/makalaus

http://www.makalaus.is 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here