Malama Zainab er 19 ára móðir en hún var flutt í flýti á spítala í Nígeríu þann 3 mars.
Fjölskyldan átti von á tvíburum en það hafði sést í mæðraeftirliti eins og við könnumst við á Íslandi í hefðbundinni skoðun.
Stúlka fæddist en var ekki um tvíbura að ræða heldur einn líkama með þrjú höfuð.
Læknar telja að stúlkan eigi eftir að þurfa mikla læknisaðstoð til þess að halda lífi en engin mynd hefur verið birt af henni.
Fjölskyldumeðlimirnir urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar þeim var tjáð að stúlkan væri með þrjú höfuð og urðu mjög ringluð þegar þau voru upplýst um óvenjulegu fæðinguna.
Móðir litlu stúlkunnar sagði í viðtali við Daily Trust:
Ég brast í grát því ég var svo undrandi á þessu.
Malama er múslimi en hún sagði einnig og að lokum:
Örlögin eru frá Allah og ég hef fulla trú á að hann bregðist okkur ekki og leggi ekki meira á okkur en þetta. Hann veit af hverju þetta kom fyrir okkur.
Vonum að allt fari á besta veg og litla stúlkan muni eiga gott líf.