Hollráð Hugos er eitthvað sem flestir foreldrar kannast við en Hugo en sannkallaður snillingur í samskiptum við börn og unglinga.
Ekki nóg með hversu fær hann er þá eru fyrirlestrarnir hans með þeim skemmtilegri.
Hann setur upp fræðandi fyrirlestur á ótrúlega góðan og fyndinn hátt.
Hugo póstaði á facebook síðu sína frábæru ráði:
„Hann/hún byrjaði“.
Margir foreldra sem eiga meira en eitt barn kannast við að það getur hlaupið í kekki í samskiptum barnanna. Það getur líka gerst ef um eitt barn er að ræða í fjölskyldunni og það fær heimsókn. Foreldrar heyra fram í eldhús eða inn í stofu að einhver pirringur og jafnvel átök er byrjuð. Foreldrið stendur upp, oft pirrað á látunum í börnunum (aldrei þessu vant) og hastar á þau í þeirri von að þau hætti.
„Hvaða læti eru í ykkur krakkar,hættið þessum hávaða, getið þið ekki bara leikið ykkur fallega saman“ er setning sem gæti heyrst. Þetta segja foreldrarnir í þeirri von að börnin hugsi: „Jú, þetta er góð tillaga, ég fer eftir henni“. Ef svo væri held ég að margir foreldra yrðu hissa, því þeir þekkja tilgangsleysi svona viðbragða af endalausum fyrri samskiptum systkinanna eða leikfélaganna.
Foreldrarnir þekkja svörin sem oft(ast) koma: „hann/hún byrjaði“ og að þá hefst vonlaus rannsókn á hver byrjaði. Það er mín skoðun að í systkinahópi sé þessi rannsókn algerlega vonlaus nema það sé byrjað að skoða samskiptin við fæðingu og fyrstu mánuði yngra systkinisins. Nær alltaf er systkinaágreiningur framhald af því sem gerðist í gær, fyrradag, í sl. viku eða apríl 2011. Ágreiningur þeirra var ekki að byrja áðan.
En hvað er til ráða. Oft er þess krafist að „sá vægir sem vitið hefur meira“ (eldri sysktini sem nú eru orðin fullorðin fá mörg hver grænar bólur þegar þau heyra þessa setningu því krafan getur verið svo ósanngjörn) og mæli ég ekki með þeirri leið.
Ég tel að bestu afskipti og þau sem gagnast systkinum best sé að foreldrið standi upp og annað hvort blandi sér í leik systkinanna sem þau vori í áður en vesenið byrjaði. Þannig getur þú kennt þeim hvernig maður talar saman í leik, fer eftir reglum og annað hvort hættir í leiknum ef hann er of langur eða lýkur honum á sanngjarnan hátt.
Foreldrið getur einnig sagt í sínum umhyggjunar- jákvæðnis- og foreldristón: „Nú vil ég að þú (A) náir í púslið þitt og komir til mín með það og þú (B) varst í miðju kafi að leika þér með Toy story kallan þína og þú getur haldið því áfram“.
Það er alltaf betra að benda börnum á þá hegðun sem við viljum sjá í stað þess að skamma fyrir þá hegðun sem viljum ekki sjá.
Segjum: „Gerðu þetta“ í stað þess að segja „hættu þessu“.
Facebook síðu hugos má finna hér.