Þegar umræða um einelti hefur minnkað frekar mikið þá hefur skotið upp kollinum nýtt trend í einelti sem mætti kallast útlitseinelti.
Nú hugsa líklega margir að um sé að ræða grín um fólk í yfirvigt eða þá sem eru öðruvísi en staðalímyndir um fegurð segja til um, en það er aldeilis ekki svo og verður maður lítið var við umræðu, grín eða gagnríni vegna þess að fólk sé of feitt eða líti undarlega út enda væri sá sem myndi viðhafa slíkt einelti á fólk sem ekki getur gert að ástandi sínu talinn veikur á geði eða algerlega samviskulaus.
Nú virðist hins vegar vera búið að gefa út skotleyfi á alla þá sem stunda fitness og janfvel bara stunda heilbrigðann lífstíl.
[quote]Hún ætti að vera með smá vit í kollinum, allavega í mastersnámi, en af hverju í ansk…… gerir hún líkamann sinn svona hræðilega ljótan. Engin öfnund í gangi hér, neibs.[/quote]
Það virðist hins vegar ekki vera eins mikið um árásir á karlkyns keppendur í fitness og veltir greinarhöfundur því fyrir sér hvers vegna það sé. Kannski vegna þess að yfirleitt sér maður konur ráðast að öðrum konum í þessum tilfellum.
Kannski er það þreytan á því að samfélagið er sífellt með skilaboð um það hvernig konur eiga að líta út sem margar konur (og líklega karlar) eru orðnar þreyttar á og brýst því gremja vegna þess út á þeim sem líta út fyrir að tilheyra staðalímyndum.
[quote]ojj… hver vill svona gellu sem er eins og gaur![/quote]
En er það afsökun fyrir því að ráðast að fólki, hvernig sem það lítur út?
Nei það er það ekki, einelti er einelti hvort sem manneskja sem tiheyrir staðalímyndum er gerandinn eða einhver sem er það ekki.
Einelti skemmir alltaf og hefur greinahöfundur af því persónulega reynslu.
Gísli Kr.