8 ára stúlka með 2 kg æxli í andliti

Screen shot 2013-04-08 at 15.46.06
Triny hjá Buckingham höll

Triny Amurhirwe er 8 ára stúlka var með 2 kg æxli í andlitinu sem byrjaði að myndast þegar hún var 1 árs. Hún er frá Kampala í Úganda.

Móðir Triny, Sarah, segir að það fyrsta sem hún hafi tekið eftir var að eitthvað sem líktist beini byrjaði að vaxa við hliðina á nefi stúlkunnar.

Screen shot 2013-04-08 at 15.45.54
Triny þriggja mánaða
Screen shot 2013-04-08 at 15.46.25
Triny eftir seinni aðgerðina sem hún fór í Afríku

Triny fór í tvær aðgerðir í Afríku út af æxlinu og í báðum tilfellum óx æxlið aftur. Þetta var meira að segja orðið svo slæmt að Triny var beðin um að hætta í skólanum vegna þess að starfsfólkið neitaði að kenna henni. Screen shot 2013-04-08 at 15.46.32

Í fyrra var hjúkrunarfræðingur að störfum á þessu svæði þegar hún sá Triny litlu. Triny átti erfitt með að borða og var að verða blind á öðru auga og læknarnir á þessu svæði óttuðust að æxlið myndi kæfa hana. Hjúkrunarfræðingurinn sendi póst og myndir af stúlkunni til góðgerðarsamtakanna, Facing the World,  þar sem starfa læknar sem framkvæma fríar aðgerðir á þeim sem minna mega sín.

Screen shot 2013-04-08 at 15.45.23

 

Triny kom til Englands í fyrra og gekkst undir áhættusama, 15 klukkustunda aðgerð til þess að fjarlægja æxlið. Hún fór svo í aðra aðgerð í mars til þess að taka restina af æxlinu.

Sarah segist loksins hafa trú á því að Triny geti átt eðlilegt líf: „Hún er full af lífi. Hún nýtur þess í botn að hlaupa um og leika sér án þess að eiga í andnauð eins og áður.“

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here