Guðný Jóna Kristjánsdóttir varð fyrir þrettán árum fyrir því að stór hópur fólks snerist gegn henni opinberlega þegar hún kærði nauðgun sem hún varð fyrir. Í Kastljósi í kvöld verður rætt við Guðnýju Jónu um málið en Guðný Jóna þurfti að upplifa það að fólk út í bæ trúði henni ekki og héldi með nauðgaranum.
Það var árið 2000 sem dómur var felldur í Hæstarétti Íslands. Þar var ungur maður sakfelldur fyrir að nauðga jafnöldru sinni og bekkjasystur. Nauðgunin átti sér stað eftir próflokafögnuð nemenda á fyrsta ári í Framhaldsskólanum á Húsavík árið 1999. Maðurinn hafði áður verið dæmdur sekur í Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Játaði brotið en dró játningu til baka
Maðurinn játaði brot sitt í upphafi en dró síðar játninguna til baka. Maðurinn áfrýjaði fyrri dómi til Hæstaréttar en var sakfellur í annað skipti.
Guðný var ofsótt vegna ákvörðunar sinnar
athygli vakti að þegar maðurinn var sakfelldur í annað skipti hækkaði jafnframt upphæð miskabóta til konunnar frá því sem áður hafði verið ákveðið í héraðsdómi. Hver var ástæða þess? hún var sú að stúlkan hafði sætt ofsóknum vegna þeirrar ákvörðunar sinnar að kæra nauðgunina. Fjölmennur hópur Húsvíkinga hafði meðal annars birt opinbera yfirlýsingu þar sem fólk lýsti yfir stuðningi við manninn sem nauðgaði henni, EFTIR að dómur féll í málinu í héraði. Fólkið taldi þá niðurstöðu vera ranga.
Yfirlýsing til stuðnings nauðgaranum var birt í bæjarblaði Húsavíkur
Á annað hundrað einstaklingar skrifuðu nöfn sín á yfirslýsinguna sem birt var í bæjarblaðinu. Álíka herferð er óþekkt á Íslandi. Hér þurfti fórnarlamb í kynferðisafbroðamáli að mæta skipulagðri og opinberri herferð gegn sér. Ekki nóg með þetta allt saman heldur létu margir þeirra sem undirrituðu listann hörð orð falla um fórnarlambið í fjölmiðlum.
Hún kallaði nauðgunina yfir sig
Í þessum yfirlýsingum Húsvíkinga til fjölmiðla var meðal annars sagt að Guðný hefði kallað nauðgunina yfir sig og nær væri að kalla hana nauðgara en manninn, sem dæmdur hafði verið stuttu áður. Guðný Jóna hraktist frá Húsavík eftir þennan hrylling og hefur ekki búið þar síðan
Í Kastljósi í kvöld segir Guðný Jóna, sem er 31 árs í dag, sögu sína opinberlega í fyrsta sinn. Við hvetjum alla til að horfa á Kastljós í kvöld því að svona megum við ekki láta koma fyrir aftur. Í þessu máli var beitt mikilli þöggun og þetta er hræðilegt dæmi um þagganir og hræðilegt einelti í smábæ.