Kona nokkur um sextugt gekk inn í banka einn í Michigan. Hún heimtaði peninga og sagðist vera með sprengju í pokanum sem hún hélt á. Auðvitað héldu bankastarfsmenn að hér væri vopnaður bankaræningi á ferð því að það var greinilegt að eitthvað hart var í pokanum.
Sprengjusveit var kölluð til og þegar tókst að yfirbuga konuna og rannsaka innihald pokans kom í ljós að í honum voru tvær dósir af spaghettí sósu. En málið er, sagði talsmaður lögreglunnar að maður verður að gera ráð fyrir að hætta sé á ferðum í aðstæðum sem þessum. Konan hefði getað verið með sprengju. Í uppnáminu komst konan undan í bíl sem beið fyrir utan bankann. Henni hafði tekist að ná sér í mikla frjáfúlgu en lögreglan telur sig vita hver hún er.