Par sem kallar sig Clara og Jeff og búa í Norður Carolina sem eiga við óvenjulegt vandamál að stríða. Clara er með ofnæmi fyrir sæði Jeff. Talið er að um 40.000 konur í Bandaríkjunum séu einnig með svona ofnæmi.
Þau eru bæði 35 ára gömul og gift og deildu þau sögu sinni á ABC í Good Morning America með það að leiðarljósi að upplýsa fólk um það hvað það væri í raun að vera með ofnæmi fyrir sæði.
Í fyrsta skipti sem þau sváfu saman segir Clara að hún hafi fengið rosaleg viðbrögð. „Mig sveið og var bólgin og rauð sem var mjög óvenjulegt og ég hélt bara að ég hefði smitast af kynsjúkdómi. Það tók 24 tíma fyrir bólguna að hjaðna og Clara segir að húðin við kynfæri hennar hafi verið rosalega viðkvæm.
Læknar gátu ekki sagt henni hver ástæðan fyrir þessu væri og þetta bitnaði á kynlífi hjónanna. Þau héldu sig frá því að stunda kynlíf í 10 mánuði þegar mest var.
„Í venjulegu rómantísku sambandi vill maður upplifa sig sem aðlaðandi og kynþokkafulla manneskju en ég var meira að segja farin að reyna að vera EKKI í kynþokkafullum nærfatnaði til þess að vera ekki kynþokkafull.“
Eftir smá rannsóknir á netinu hafði parið samband við Jonathan Bernstein ofnæmislækni við Háskólann í Cincinnati sem er talin vera sérfræðingur í svona málum.
Sæðisofnæmi er oftast meðhöndlað þannig að það er rannsakað hvaða prótein það er í sæði mannsins sem veldur ofnæminu og svo er konan látin byggja upp þol fyrir því, með því að fá sprautur með próteininu. Eftir sprautuna þarf parið svo að stunda kynlíf, áður en 12 tímar eru liðnir.
Þessi meðferð hjálpaði Clara og hún segir að nú bólgni hún bara mjög lítið, ekkert í samanburði við það sem áður var.
Samkvæmt heimasíðu um sæðisofnæmi þá eru einkenni sæðisofnæmi þessi og þau koma á fyrsta klukkutímanum eftir kynlíf:
- Ofsakláði
- Bólga í mjúkvef í kynfærum
- Mæði
- Andþrengsli
- Niðurgangur
- Svimi